Fara í efni
Yellow Blue Green

Ábúendur á Hafrafellstungu bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

08.05.2024
Ábúendur á Hafrafellstungu, þau Eyrún Ösp Skúladóttir og Bjarki Fannar Karlsson eru bændur ársins 2023 í Norður-Þingeyjarsýslu, tilnefnd af búnaðarsambandi Norður-Þingeyjarsýslu.  Eyrún og Bjarki hafa verið þátttakendur í Loftslagsvænum landbúnaði frá árinu 2021 og unnið að því að bæta nýtingu tilbúins áburðar og hámarka nýtingu...

Taktu þátt í málstofu um loftslags- og umhverfismál í landbúnaði

26.04.2024
Þann 2. maí næstkomandi veðrur vinnustofa á Hvanneyri um samspil landbúnaðar, umhverfismála og sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Vinnustofan er samstarfsverkefni Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga þar sem markmiðið er að skapa vettvang til þess að miðla þekkingu og reynslu á milli nágrannaþjóða um sjálfbærni í landbúnaði. Sambærilegar...

Plánetan gegn plasti - dagur jarðarinnar 2024

22.04.2024
Þann 22. apríl, ár hvert, er dagur jarðarinnar haldinn hátíðlegur. Á hverju ári er þessi dagur tileinkaður umhverfisvernd og sjálfbærni. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægum umhverfisáskorunum sem jörðin stendur frammi fyrir.  Í dag er plastmengun sett á oddinn, með slagorðinu PLÁNETAN gegn PLASTI Skorað er á stjórnvöld, fyrirtæki og...

Opnun vefsíðu Loftslagsvæns landbúnaðar

18.03.2024
Á búnaðarþingi 2024 opnaði Katrín Jakobsdóttir, settur matvælaráðherra nýja heimasíðu Loftslagsvæns landbúnaðar við hátíðlega athöfn. Verkefnið hefur verið starfrækt í rúmlega fjögur ár og á þeirri vegferð hefur orðið til mikil þekking á loftslagsmálum landbúnaðarins, bæði hjá starfsmönnum verkefnisins en ekki síður hjá þeim bændum sem taka...

Stóra Mörk hlýtur landbúnaðarverðlaunin 2024

14.03.2024
Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum hljóta landbúnaðarverðlaunin fyrir framúrskarandi árangur við innleiðingu loftslagsvænna búskaparhátta. Það var Katrín Jakobsdóttir, starfandi matvælaráðherra sem afhenti þeim viðurkenninguna við hátíðlega athöfn við setningu Búnaðarþings.  Í Stóru-Mörk er búið...

Stóra-Mörk í Rangarþingi eystra afurðahæsta kúabúið árið 2023

13.02.2024
Afurðahæsta kúabúið árið 2023, Stóra-Mörk í Rangárþingi eystra, hafa verið þátttakendur í Loftslagsvænum landbúnaði frá árinu 2020. 

Heimsókn í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 2023

13.02.2024
Stóra-Mörk undir Eyjafjöllum Árlega hittast þátttakendur og leiðbeinendur í Loftslagsvænum landbúnaði á einhverju þátttökubúanna. Þetta er mikilvægur þáttur í verkefninu þar sem bændur læra hver af öðrum og fá fræðslu frá ráðgjöfum um þætti sem geta haft áhrif á búreksturinn. Í sumar buðu Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson í heimsókn í...
Prufa

Heimsókn í Hólsgerði í Eyjafirði 2023

12.02.2024
Á staðvinnustofum 2023 hittust þátttakendur og ráðgjafar í Hólsgerði í Eyjafirði.

Þátttakendur í Loftslagsvænum landbúnaði hljóta landbúnaðarverðlaunin 2022

08.04.2022
Landbúnaðarverðlaunin í ár hlutu Bollastaðir í Austur-Húnavatnssýslu en að búinu standa Borghildur Aðils og Ragnar Bjarnason. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi 2022 sem hafði yfirskriftina „framsýnn landbúnaður“. Aðrir verðlaunahafar voru lífrænt vottaða mjólkurvinnslan Biobú og Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi. Svandís Svavarsdóttir...