Fara í efni
Yellow Blue Green
Ábúendur á Hafraellstungu, Eyrún Ösp Skúladóttir og Bjarki Fannar Karlsson. Mynd/Berglind Ýr Ingvarsdóttir

Ábúendur á Hafrafellstungu bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendur á Hafrafellstungu, þau Eyrún Ösp Skúladóttir og Bjarki Fannar Karlsson eru bændur ársins 2023 í Norður-Þingeyjarsýslu, tilnefnd af búnaðarsambandi Norður-Þingeyjarsýslu. 

Eyrún og Bjarki hafa verið þátttakendur í Loftslagsvænum landbúnaði frá árinu 2021 og unnið að því að bæta nýtingu tilbúins áburðar og hámarka nýtingu búfjáráburðar, minnkað olíunotkun búsins ásamt því að auka afurðir búsins. 

Í umsögn formanns búnðarsambandsins, Einars Ófeigs Björnssonar segir: 

„Hafrafellstunga er fyrirmyndarbú að ýmsu leiti. Þau hafa náð frábærum árangri í sinni fjárrækt á undanförnum árum. Það var góð vigt og mjög góð gerð síðastliðið haust og fitan nokkuð hæfileg. Einnig var töluverð líflambasala úr Tungu. Áhugi á að rækta og vernda forystufjárstofnin hefur einnig verið mikil. Þau í Tungu hvöttu einnig til að bændur hröðuðu innleiðingu á nýjum arfgerðum í sauðfé sem eiga að vera verndandi fyrir riðu bæði með sýnatökum á eigin búi og tillögum um stuðningni við verkefnið frá búnaðarsambandinu. Hafrafellstunga var eitt af fyrstu búunum til að taka þátt í Loftslagsvænum landbúnaði. Það verkefni stuðlar að betri nýtingu aðfanga og betriyfirsýn yfir kostnaðarliði við reksturinn og það er alltaf jákvætt, burt séð frá því hvaða skoðanir menn hafa í loftslagsumræðinni“.

Verkefnahópur Loftslagsvæns landbúnaðar óskar þeim til hamingju með tilnefninguna!

Nánar: 
Hafrafellstunga - þátttökubú í Loftslagsvænum landbúnaði