Sjálfbær landbúnaður
Í skýrslum Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðuþjóðanna (FAO) kemur fram að sjálfbær landbúnaðar sé ein af lykilaðgerðum til að tryggja fæðuöryggi í heiminum. Jafnframt hefur almennt verið viðurkennt af helstu stofnunum heims að sjálfbær landbúnaður sé ein af lykillausnum í loftslagsmálum.
Sjálfbær landbúnaður byggir á heildstæðri nálgun þar sem horft er til þriggja megin stoða hvað varðar markmið og áherslur. Þessar þrjár stoðir fléttast hver um aðra og tengjast innbyrðis þannig að þegar hriktir í einni stoð verða hinar samhliða veikari.