Fara í efni
Yellow Blue Green

Sjálfbær landbúnaður

Í skýrslum Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðuþjóðanna (FAO) kemur fram að sjálfbær landbúnaðar sé ein af lykilaðgerðum til að tryggja fæðuöryggi í heiminum. Jafnframt hefur almennt verið viðurkennt af helstu stofnunum heims að sjálfbær landbúnaður sé ein af lykillausnum í loftslagsmálum.

Sjálfbær landbúnaður byggir á heildstæðri nálgun þar sem horft er til þriggja megin stoða hvað varðar markmið og áherslur. Þessar þrjár stoðir fléttast hver um aðra og tengjast innbyrðis þannig að þegar hriktir í einni stoð verða hinar samhliða veikari.

 

  • Umhverfi
  • Samfélag
  • Búrekstur

Jafnvægi milli þessara stoða ýtir undir seiglu í náttúru, samfélagi, og rekstrarumhverfi bændaYelloBlue

Green

Umhverfisstoðin

Þessi stoð er sennilega hvað best kynnt bæði á prenti og í orði og oft það eina sem menn tengja við í umræðunni um sjálfbæran landbúnað. Með sjálfbærum landbúnaði er lögð áhersla á að nýting náttúrulegra auðlindir sé í jafnvægi, vistkerfi beri ekki skaða af nýtingunni og náttúrlegir ferlar viðhaldi eðlilegri hringrás og endurnýjun. Notkun stuðli að líffræðilegur fjölbreytileiki í umhverfinu viðhaldist og auðlindir ekki ofnýttar t.d. með ofbeit búfjár eða þaulrækt. Jafnframt er lögð áhersla virkt hringrásarhagkerfi þar sem lífræn efni eru nýtt innan hringrásar og að spornað er við sóun með að flokka, endurnýta og endurvinna þann úrgang sem til fellur á búi og heimili.

 

Samfélagsstoðin

Í sjálfbærum samfélögum er rík áhersla lögð á mannleg og félagsleg gildi sem skapa lífhamingju og möguleikar til náms og starfa án aðgreiningar að nokkru tagi. Samfélagsleg verðmæti byggja fyrst og fermst á þeim mannauði sem þar er til staðar og viðheldur grunnstoðum samfélagsins gangandi og samstöðu meðal íbúa. Einn af lykilþáttum í sjálfbærum landbúnaði er að samvinna sé á milli bænda og að þeir deili skoðunum sínum og þekkingu sín á milli. Æskilegt er að landbúnaður sem er stundaður falli vel inn í samfélagið og hvert bú styðji við annað og aðra atvinnustarfsemi samfélagsins. Stækkun búa og einhæfing í landbúnaði dregur úr mannþörfum og hætta er á samdrætti í samfélögum og ósjálfbærri þróun nema annað komi í staðin. Tækifæri þarf að vera fyrir ungt fólk og að kynslóðaskipti séu möguleg bújörðum. Einnig að það hafi tækifæri til náms og geti fundið sér vinnu við hæfi

Búrekstrarstoðin

Sjálfbær landbúnaður byggir á stöðugum efnahag og jákvæðum hagrænum ábata af búrekstri. Náttúran er viðskiptafélagi bóndans og markmiðið í búrekstri ætti að vera að hámarka framleiðslu miðaða við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og sjálfbærni í rekstri. Afkoman í byggir þ.a.l. á gæðum náttúruauðlinda á bújörðum og því búfé sem þar er ræktað, auk þekkingar og hæfni bóndans. Rekstrareikningar búa geta verið mælikvarðar á sjálfbærni í landbúnaði, en breytilegur kostnaður eykst eftir því sem sjálfbærni minnkar. Framlegð getur því gefið vísbendingu um hversu sjálfbær reksturinn er ef til eru gögn til viðmiðunar á meðalgildum og breytileika. Hækkunar á helstu aðföngum t.d. áburði, olíu, plasti o.fl., sem reiknast allt sem breytilegur kostnaður á rekstrarreikningi og hefur áhrif á framlegð búsins og minnka bæði heildar afkomu og sjálfbærni. Dæmi um sjálfbærni í landbúnaði sem tekur bæði á búrekstrarstoðinni og umhverfisstoðinni er góð nýting búfjáráburðar og annarra lífrænna áburðarefna sem til falla á búinu til að takmarka aðkeypt áburðarefni til að fullnægja þörfum búsins við öflun fóðurs.