Öflugt verkfæri í loftlagsmálum landbúnaðarins
Styrkleikar verkefnisins felast í grasrótarnálgun þar sem hvert þátttökubú setur sér aðgerðaáætlun sem tekur mið af aðstæðum, getu og möguleikum hvers bús. Það hvetur bændur til aðgerða og hefur jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Aðgerðaáætlun er verkfærakista og lykilinn að loftslagsvænum landbúnaði. Verkefnið miðar að því að stækka samám saman verkfærakistuna þannig að markmiðum landbúnaðarins um kolefnishlutleysi verði náð. Verkefnið nær inn á mörg svið loftslags- og umhverfisgæða ásamt því að skila mörgum óefnislegum afurðum en tengist einnig byggðamálum og menningu.BlueGreen