Fara í efni
Yellow Blue Green

Hafrafellstunga

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Hafrafellstunga

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Hafrafellstunga í Öxnarfirði

Í Hafrafellstungu er rekið sauðfjárbú með um 650 vetrarfóðruðum kindum. Hús jarðarinnar standa við litla bergvatnsá, Tunguá, sem fellur í Smjörhólsá. Þær sameinast í Gilsbakkaá og heita eftir það Brunná. Allar þessar ár mynda tungu sem líklegt er að bærinn dragi nafn sitt af. Jörðin er landnámsjörð. Á henni var hálfkirkja mjög lengi. Það sanna best þau fjölmörgu ítök sem kirkjan átti og jörðinni fylgdu en eru nú öll undan henni gengin. Land jarðarinnar er víðáttumikið og þar eru afréttarlönd góð. Fyrr á öldum hefur hraun runnið frá gosstöðvum nyrst á Hólssandi til norðurs vestan Hafrafells og er jarðvegur grunnur þar sem bærinn stendur. Gjár og hraundrangar eru víða og gerir það ræktun túna erfiða. Hafrafellið setur svip á umhverfi bæjarins og víðsýni er ekki mikið nema til norðvesturs. Þar sést vel til hafsins og Sandsbæja bæði austan og vestan Jökulsár. Raforkuþörf heimilisins er leyst með heimilisrafstöð. 

Hann hefur styrkt þekkingu okkar á loftlags- og umhverfismálum og eflt tengslanetið okkar við líkt þenkjandi bændur vítt og breitt um landið.

Helstu loftlagsaðgerðir

Rík áherslá á gerð áburðaráætlana með það fyrir augum að bæði búfjár- og tilbúinn áburður nýtist sem allra best.

Við erum einnig þátttakendur í verkefninu Bændur græða Landið ásamt Landbótasjóði.

Við höfum tekið þátt í Grólind í samstarfi við Landgræðsluna við að skrásetja gróðurfar og vakta.

Keyptur var rafmagnsliðléttingur og fækkar þar talsvert dögum sem setja þarf dísilknúna dráttarvél í gang.