Fara í efni
Yellow Blue Green
Aðalbjörg og Eyvindur í Stóru Mörk. Mynd/Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir

Stóra-Mörk í Rangarþingi eystra afurðahæsta kúabúið árið 2023

Í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum búa hjónin Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson. Í nýlegri frétt á vef RML kom fram að skv. niðurstöðum skýrsluhalds ársins 2023 voru kýr þeirra með mesta meðalnyt eftir árskú á landinu eða 8.903 kg. Meðalnyt kúnna í Stóru-Mörk jókst um 757 kg á milli ára.

Þau hjónin hafa verið þátttakendur í Loftslagsvænum landbúnaði frá árinu 2020. Í sínum loftslagsaðgerðum hafa þau lagt metnað sinn í túnrækt og fóðuröflun. Einnig hafa þau frá upphafi verið mjög markviss í því að minnka notkun á tilbúnum áburði, m.a. með því að nýta vel búfjáráburðinn, með smárarætktun í túnum. Þau fylgjast vel með sýrustigi ræktunarjarðvegs þannig að áburðarefnin nýtist túnunum sem best. 

Í sumar var þátttakendum í Loftslagsvænum landbúnaði boðið í heimsókn á búið þar sem fræðst var um það góða starf sem þar fer fram.

Sjá nánar: 
Heimsókn í Stóru-Mörk sumarið 2023
Frétt af vef RML