Fara í efni
Yellow Blue Green
Mynd/Oddný Kristín Guðmundsdóttir

Taktu þátt í málstofu um loftslags- og umhverfismál í landbúnaði

Þann 2. maí næstkomandi veðrur vinnustofa á Hvanneyri um samspil landbúnaðar, umhverfismála og sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda.

Vinnustofan er samstarfsverkefni Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga þar sem markmiðið er að skapa vettvang til þess að miðla þekkingu og reynslu á milli nágrannaþjóða um sjálfbærni í landbúnaði. Sambærilegar vinnustofar verða einnig haldnar í hinum þáttötkulöndunum en fulltrúar Færeyinga og Grænlendinga mæta á Hvanneyri. 

Hér er hægt að skrá sig á vinnustofuna 

Lagt er upp með þrjár spurningar sem þátttakendur munu leitast við að svara: 

  1.  Hvaða kröfur eru gerðar til bænda um landbúnaðarframleiðslu og sjálfbæra landnýtingu, hvaða áskoranir eru sjáanleg í þeim málum á næstu misserum?
  2. Hvernig getum við virkjað jákvæð samskipti milli bænda, stjórnvalda og annarra hagsmunaaðila í landnýtingu og hvernig geta bændur verið hluti af lausnum á  loftslags-, líffræðilegum fjölbreytileika og öðrum umhverfisvandamálum?
  3. Hvernig geta bændur byggt upp arðbæran og sjálfbæran rekstur með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda?

Vinnustofan er öllum opin en þátttökufjöldi er takmarkaður.Þetta er kjörinn vettvangur fyrir bændur, ráðunauta og fagaðila sem vinna við umhverfismál til að deila hugmyndum sín á milli. Athugið að skrá þarf þátttöku en þau sem hafa áhuga að taka þátt eru beðin um að skrá sig í gegnum eyðublað hér á heimasíðunni (sjá tengil hér neðst á síðunni), eða með því að senda póst á netfangið sts@rml.is.

Dagskrá málstofunnar hefst kl 12:00 með hádegismat og stendur hún til kl 16:30.

12.00 – 13:00 Léttur hádegismatur
13:00 – 13.30 Kynning á verkefni 
13:30 – 14:30 Erindi frá fulltrúa hverrar þáttökuþjóðar
14:30 – 14:45 Kaffi hlé og spjall
14:45 – 15:45 Umræður í minni hópum, hver hópur fær ákveðið efni til að ræða um.
15:45 – 16:15 Hópar kynna niðurstöður
16:15 – 16:30 Samantekt og málstofu lokað

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heldur utan um vinnustofuna en einnig koma fulltrúar frá Vatnajökulsþjóðgarði, Búnaðarstovan í Færreyjum, Nunalerinermik Siunnersorteqarfik (ráðgjafarþjónusta bænda í Grælandi) og umhverfisstofnun Færeyja. 

Aðgangur á vinnustofuna er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur RML í síma 516 5078 eða á netfanginu sts@rml.is

Skráðu þig hér á vinnustofuna þann 2. maí