Fara í efni
Yellow Blue Green

Viðvík

Kári Ottósson & Guðríður Magnúsdóttir
Sauðfjárrækt Nautgriparækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Viðvík

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Viðvík í Skagafirði

Við hófum búskap í byrjun árs 1988 þegar við leigðum jörðina af föður Kára. Þá voru um 150 vetrarfóðraðar kindur á búinu og 80 hross. Við kaupum jörðina 1994 og breytum yfir í kúabú (mjólkurframleiðslu) og í dag erum við með 220 nautgripi á ýmsum aldri, 30 hross og 30 ær.

Við byrjuðum í Loftslagsvænum landbúnaði 2021 þar sem við höfum mikinn áhuga á loftslagsmálum og að efla reksturinn okkar. Verkefnið hefur eflt þekkingu okkar á loftslags- og umhverfismálum, hjálpað okkur að vera markviss í aðgerðum og síðast en ekki síst eflt tengslanetið okkar. 

Helstu loftlagsaðgerðir

Með bættum aðbúnaði og góðum árangri höfum við náð að auka afurðir eftir hvern grip sem skilar okkar lægra kolefnisspori á hvert framleitt kíló dilkakjöts og mjólkur.

Bættur dreifibúnaður fyrir búfjáráburð hefur skilað okkur betri nýtingu á búfjáráburðinum sem hefur skilað sér í því að við höfum getað minnkað notkun tilbúins áburðar.

Með byggingu nýs fjóss með 2x10 kúa mjaltabás, sem tekið var í notkun árið 2021 fer betur um kýrnar og mun minni fer tími í mjaltir en áður og engin önnur viðvera vegna mjaltaróbóts, sem var aflagður í gamla fjósinu. Maður veit nákvæmlega hver staðan er á kúnum þegar maður er búinn í mjöltum.

Við höfum grætt upp marga snauða mela með moði og búfjáráburði.

Við erum í skógrækt á 160 hekturum lands sem ekki nýtist undir túnrækt.