Úthlíð
Elín Heiða Valsdóttir & Guðmundur Ingi Arnarson
Sauðfjárrækt
Nautgriparækt
Loftlagsvænn landbúnaður
þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði
Úthlíð
Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?
Úthlíð í Skaftártungu
Við stundum blandaðan búskap. Hér eru 60 mjólkurkýr og nautakjötsframleiðsla, 440 vetrarfóðraðar kindur, 5 hestar, 5 hænur og 3 smalahundar.
Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?
Við byrjuðum þátttöku í verkefninu Loftslagsvænum landbúnaði árið 2022. Við höfum áhuga á að láta okkur málið varða og auka þekkingu okkar á umhverfismálum tengdum landbúnaði. Verkefnið leggur einnig ríka áherslu á nýtingu aðfanga og auknar og bættar afurðir. Þessir þættir eru einnig ráðandi í rekstri búsins og bættri bústjórn. Ávinningurinn fyrir okkur sem tökum þátt í verkefninu er því margþættur.