Í nokkur ár höfum við reynt að byggja upp fleiri skjólbelti á bújörð okkar og gerðum við grunn að einu nokkuð stóru sumarið 2023.
Við hættum alveg að nota tilbúinn áburð sumarið 2023 og notum í staðinn moltu sem við gerum sjálf, hænsnaskít og kjötmjöl ásamt því að með markvissri beitarstýringu dreifist búfjáráburðurinn jafnt um haga og tún - beint úr skepnunum. Við höfum dregið verulega úr olíunotkun, þar sem heyöflun okkar hefur minnkað, en kýrnar sjá sjálfar um að bíta grasið á velli, en við sláum það ekki og hirðum og keyrum því til þeirra. Þetta leiðir til þess að plastnotkun er mun minni en áður og olíunotkun og traktorsskak við heyannir og gjafir hafa sömuleiðis minnkað.
Við erum stolt af öllum aðgerðum okkar sem hafa leitt okkur í þessa átt og munum halda áfram á þeirri vegferð. Við erum enn að læra og gera mistök en stefnum uppávið.