Fara í efni
Yellow Blue Green

Stóra-Mörk

Aðalbjörg Ásgeirsdóttir & Eyvindur Ágústsson
Nautgriparækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Stóra-Mörk

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Stóra Mörk undir Eyjafjöllum

Í Stóru-Mörk búum við hjónin Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson ásamt 3 börnum. Við fluttum hingað árið 2010 og hófum búskap. Til ársins 2023 voru foreldrar Aðalbjargar einnig með í búskapnum.Við rekum blandað bú, með kýr, kindur og naut en einnig er ferðaþjónusta á bænum. Aðaláherslan er í dag á mjólkurframleiðsluna, en við erum með um 140 mjólkurkýr. 

Við öfum tekið þátt í verkefninu Loftlagsvænum landbúnaði frá byrjun og einnig höfum við og aðrir bændur í Stóru-Mörk verið í verkefninu Bændur græða landið frá upphafi eða yfir 30 ár. Við höfum markvisst unnið að því að bæta ástand illa gróins lands og nú m.a. að því að endurheimta birkiskóg á Merkurnesi. Í verkefninu Loftlagsvænum landbúnaði vinnum við að markmiðum sem m.a. miða að því að minnka notkun tilbúins áburðar án þess að skerða magn uppskeru og fóðurgæði, sá niturbindandi plöntum í allar nýræktir á búinu og minnka olíunotkun.

Helstu loftlagsaðgerðir

Í verkefninu Loftslagsvænum landbúnaði vinnum við að markmiðum sem meðal annars miða að því að minnka notkun tilbúins áburðar án þess að skerða magn uppskeru og fóðurgæði, sá niturbindandi plöntum í allar nýræktir á búinu og minnka olíunotkun.