- Skjólbelta- og skjóllundaræktun.
- Betri nýting (að við teljum) á búfjáráburði með því að nota slöngudreifibúnað á haugsuguna. Vonumst til að geta aukið uppskeru og mögulega minnkað notkun tilbúins áburðar með þeirri aðferð.
Stóra-Ármót
Loftlagsvænn landbúnaður
þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði
Stóra-Ármót
Stóra-Ármót í Flóahreppi
Jörðin hefur verið í eigu Búnaðarsambands Suðurlands frá 1979 og á henni hefur lengst af verið rekið tilraunabú. Hér hafa í gegnum tíðina verið gerðar tilraunir í tengslum við nautgriparækt, jarðrækt og aðeins í sauðfjárrækt. Hilda og Höskuldur hafa verið bústjórar frá því haustið 2001. Áherslan í búskapnum hefur fyrst og fremst verið á mjólkurframleiðslu. Núna eru árskýr milli 45 og 50 og geldneyti í samræmi við það. Lítið er þó sett á af nautum. Fé á vetrarfóðrum er um 140 hausar.
Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?
Búið hóf þátttöku í loftslagsvænum landbúnaði haustið 2022. Enn sem komið er væri árangur af verkefninu fyrst og fremst aukin þekking á ýmsu sem lýtur að loftslagsmálum t.d. varðandi jarðrækt og skógrækt og svo eitt og annað sem flokkast mætti sem góð endurmenntun þökk sé þeim fyrirlestrum sem boðið er upp á.