- Breytingin yfir í lífræna framleiðsluhætti er okkar stærsta aðgerð og þar vegur líklega þyngst að hætta notkun tilbúins áburðar.
- Við skiptum yfir í rafmagnsbíl fyrir ári síðan og það hefur sparað okkur mikið eldsneyti.
- Nýlega byrjuðum við í skógrækt og erum mjög spennt fyrir að skapa skjól fyrir fólk og dýr og binda kolefni í leiðinni.
- Hér hefur alltaf verið unnið að uppgræðslu á melum með moði og búfjáráburði. Það er ánægjulegt að sjá árangurinn af því og sjá jarðveg og gróður byggjast upp.
- Við stefnum á tilraunir með bokashi-hauggerjun og það verður athyglisvert að sjá hvort næst að nýta búfjáráburðinn betur þannig.
Sölvanes
Rúnar Máni Gunnarsson & Eydís Magnúsdóttir
Sauðfjárrækt
Loftlagsvænn landbúnaður
þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði
Sölvanes
Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?
Sölvanes á Fremribyggð í Skagafirði
Við keyptum jörðina í árslok 2013 af foreldrum Eydísar. Fljótlega byrjuðum við í heimavinnslu afurða og að selja vörur beint frá býli. Árið 2019 settum við jörðina í lífræna aðlögun og erum nú með lífræna vottun á afurðirnar. Við að fara í lífræna aðlögun þurftum við að fækka fénu þar sem gerðar eru kröfur um meira rými á hvern grip á húsi. Við tökum allt lambakjötið heim og seljum beint til neytenda.
Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?
Við höfum mikinn áhuga á umhverfismálum og þetta verkefni bætir þekkingu okkar og hvetur okkur til aðgerða.