Fara í efni
Yellow Blue Green

Sölvabakki

Anna Margrét Jónsdóttir & Sævar Sigurðsson
Sauðfjárrækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Sölvabakki

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Sölvabakki í Húnabyggð í Austur-Húnavatnssýslu

Við tókum við búinu af foreldrum Önnu Margrétar, þeim Jóni Árna Jónssyni og Björgu Bjarnadóttur sem bjuggu á Sölvabakka á árunum 1966-2004. Áður ráku foreldrar Jóns Árna hér bú frá árinu 1924.

Við erum með um 450 vetrarfóðraðar kindur, rekum í sumarhaga í Skrapatunguafrétt sem liggur í fjallgarðinum milli Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðar. Sölvabakki er um 500 hektarar og eru um 100 hektarar af því ræktað land sem þó er ekki allt lengur nýtt til sláttar. Hluti jarðarinnar er uppgræddir melar og flagmóar en ábúendur fyrr og nú hafa lagt mikinn metnað í að græða upp landið. Höfum við fengið til þess styrk m.a. frá Landgræðslunni en einnig lagt mikinn kostnað og vinnu í það. 

Á Sölvabakka rekum við sauðfjárbú  og við eigum einnig nokkur hross sem aðallega eru notuð í smalamennskur og svo okkur til skemmtunar. 

 

Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður hefur veitt okkur stuðning við áframhaldandi loftslagsaðgerðir, mikil fræðsla á sér stað í verkefninu og stuðningur við að vinna skipulega að markmiðum okkar. Við höfum tekið áburðarnotkun fastari tökum, vinnum að því að innleiða belgjurtir í túnin okkar með skipulegum hætti og ýmislegt fleira.

Helstu loftlagsaðgerðir

Við erum stoltust af uppgræðsluverkefnunum okkar. Það er ólýsanlega gaman að fylgjast með framförum á landinu sínu ár frá ári. Við stefnum svo að því að fara út í skógrækt á næstu árum til að auka enn frekar kolefnisbindingu.