Fara í efni
Yellow Blue Green

Skjöldólfsstaðir

Arna Silja Jóhannsdóttir & Sigurður Max Jónsson

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Skjöldólfsstaðir

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Skjöldólfsstaðir í Breiðdal

Skjöldólfsstaðir í Breiðdal er landnámsjörð sem ætíð hefur verið í einkaeign. Jörðin er u.þ.b. 1000 hektarar sem skiptist í bæði fjalllendi og undirlendi. Við hófum búskap á bænum árið 2015 þegar við tókum við af fyrri ábúendum. Þá voru um 320 ær á vetrarfóðrun en í dag eru þær um 400, ásamt örfáum hestum. Fyrst leigðum við jörðina í þrjú ár en keyptum hana og reksturinn af fyrri ábúendum árið 2018. Höfum við síðan helst endurnýjað húsakosti og ræktun ásamt því að hefja skógræktar- og landgræðsluverkefni. Vinnum bæði utan bús.

Við byrjuðum í Loftslagsvænum landbúnaði árið 2020 sem var árið sem verkefnið hófst. Það hefur verið okkar leiðarljós að framleiðslan sé í sátt við náttúruna og umhverfið og því höfðaði verkefnið einkar vel til okkar. Verkefnið hefur kveikt meiri áhuga og skilning á viðfangsefninu en einnig frætt okkur gríðarlega í þeim ferlum búskaparins sem snúa að losun eða bindingu gróðurhúsalofttegunda.

Helstu loftlagsaðgerðir

Þær loftslagsaðgerðir sem hafa trúlega skilað okkur mestum árangri felast í landgræðslu og skógrækt. Einnig hafa aðrar aðgerðir eins og t.d. bættur aðbúnaður, styttri lífaldur sláturlamba og betri nýting á aðföngum skilað sér í betri rekstri með lægra kolefnisspori.

Minnka olíulítra sem notaðir eru á vélar í hlutfalli við framleiðslu lambakjöts

Stytta lífaldur lamba til þess að minnka innyflagerjun sem losar metan.

Endurheimta gróður á a.m.k. 30 ha af lítt grónu landi.

Gróðursetning trjáplantna til nytja í 40 hektara skógræktargirðingu.

Skjólbeltarækt á ræktarlandi fyrir bæði skepnur og gróður.

 Hækka sýrustig jarðvegs í ræktarlandi svo það fáist betri lifun sáðgresis og meiri möguleikar í notkun niturbindandi plantna í gróffóðuröfluninni.