Þær loftslagsaðgerðir sem hafa trúlega skilað okkur mestum árangri felast í landgræðslu og skógrækt. Einnig hafa aðrar aðgerðir eins og t.d. bættur aðbúnaður, styttri lífaldur sláturlamba og betri nýting á aðföngum skilað sér í betri rekstri með lægra kolefnisspori.
Minnka olíulítra sem notaðir eru á vélar í hlutfalli við framleiðslu lambakjöts
Stytta lífaldur lamba til þess að minnka innyflagerjun sem losar metan.
Endurheimta gróður á a.m.k. 30 ha af lítt grónu landi.
Gróðursetning trjáplantna til nytja í 40 hektara skógræktargirðingu.
Skjólbeltarækt á ræktarlandi fyrir bæði skepnur og gróður.
Hækka sýrustig jarðvegs í ræktarlandi svo það fáist betri lifun sáðgresis og meiri möguleikar í notkun niturbindandi plantna í gróffóðuröfluninni.