Fara í efni
Yellow Blue Green

Skammidalur

Jóhann Pálmason & Lára Oddsteinsdóttir
Sauðfjárrækt Nautgriparækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Skammidalur

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Við höfum búið hérna síðan 2014. Þegar við keyptum jörðina voru hérna um 10 nautgripir og 20 ær. Við áttum sjálf um 30 ær sem við fluttum með okkur hingað og nokkur hross. Í dag erum við með um 40 nautgripi af holdakyni, um 200 vetrarfóðraðar kindur og nokkur hross. Við höfum frá árinu 2015 tekið á móti ferðamönnum og erum aðeins að bæta við gistirýmið hjá okkur um þessar mundir. 

Við höfum verið í Loftslagsvænum landbúnaði síðan 2022. Í gegnum námskeiðin og fyrirlestrana sem boðið hefur verið uppá hefur maður áttað sig á því með hvaða hætti maður getur leitast við að gera sinn rekstur loftlagsvænni bæði í nútíð og framtíð.

Helstu loftlagsaðgerðir

  • Erum farin að huga að skógrækt, búin að girða af svæði og byrjuð að planta út.
  • Unnum flögin á sem skemmstum tíma síðasta sumar, eitthvað sem maður var ekkert að hugsa um áður fyrr.