Fara í efni
Yellow Blue Green

Litla-Ármót

Hrafnhildur Baldursdóttir & Ragnar Finnur Sigurðsson
Nautgriparækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Litla-Ármót

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Litla-Ármót í Flóahreppi

Við tókum við rekstrinum á Litla-Ármóti af foreldrum Hrafnhildar, þeim Betzy Marie og Baldri Indriða í maí 2013. Þá var um 200 þúsund lítra mjólkurkvóti á jörðinni og um 55 hektarar af ræktuðu landi.Við byggðum fjós með mjaltaþjóni sem var tekið í notkun í ágúst 2019. Framleiðslan er nú komin vel yfir 400 þúsund lítra á ári ásamt því að nú er ræktaða landið orðið rúmlega 100 hektarar. Einnig er um 30 nautum og uxum slátrað á ári. Hluti af uxunum er seldur beint frá býli.

Hvatt okkur í að gera enn betur í loftslagsmálum. Að hafa aðgang að sérfræðingum tengdum þessum málum er hvetjandi og vænlegra til árangurs.

Helstu loftlagsaðgerðir

Þar sem við byrjuðum í verkefninu fyrir ári síðan, þ.e. haustið 2022 er ekki komin mikil reynsla á þetta, þó lofa fyrstu tölur uppskeruauka vegna kílplægingar góðu. Einnig gekk kjötmjölsdreifingin vel og lítur vel út varðandi heyefnagreiningar.