Ég er að draga úr olíunotkun dráttarvéla og ætla að prófa að nota repjuolíu á aðra vélina. Með því að fækka fénu og auka afurðir eftir hverja á næ ég einnig að minnka kolefnisspor. Ég mun halda áfram að vera með jörðina lífrænt vottaða en það hefur góð áhrif á jarðveginn og annað umhverfi. Þó er sá hængur á að spretta er minni og haustbeit er ekki í sama magni og þar sem tilbúinn áburður er notaður. Afurðir munu því verða minni eftir hvern grip en ella. Með kölkun túna og bætri nýtingu sauðataðs má auka uppskeru og auka gæði uppskerunnar.
Þá þarf ég að leggja meiri rækt við að bæta trjáræktina sem er á býlinu. Með þátttöku í verkefninu er ég betur meðvitaður um hvar má bæta og hvar ég er að gera góða hluti.