Helstu aðgerðir okkar hingað til hafa verið áframhaldandi uppgræðsla á þeim fáu hekturum sem ennþá eru ógrónir og einnig að loka börðum og sárum í jarðvegi. Við ætlum að bæta gróður fyrir ofan heiðargirðinguna sem seinna meir nýtist búfé líka.
Við vorum byrjuð að dreifa húsdýraáburði með hugsugu á vorin og sáum hvað það gerði mikið fyrir grænkun túnanna á þeim tíma. Þessu höldum við áfram og erum nú komin með þró framan við haughúsið. Það gerir okkur kleift að stökkva í dreifingu án þess að þurfa að opna niður í kjallara innan húss. Áburðardreifingin er nákvæmari með gps-tæki og við látum verktaka um hana. Þetta hefur sparað okkur áburð svo um munar og það er jákvætt bæði fyrir veskið og umhverfið. Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður hefur hvatt okkur til að vera duglegri að láta greina jarðveg með tilliti til réttrar áburðargjafar, láta greina innihald húsdýraáburðarins og einnig efnagreina hey. Greiningarnar gefa okkur forsendur til að afla betri heyja, með réttu magni af áburði sem ætti að enduspeglast í góðri heilsu og frjósemi hjá kindunum okkar og þannig spara innyflagerjun á hvert kíló af lambakjöti.
Sem gæluverkefni langar okkur að prófa að nýta þara til landgræðslu. Bærinn okkar liggur við sjó og oft safnast mikið magn þara fyrir í fjörunni sem er ekkert nýttur.
Að lokum hefur þátttaka okkar í verkefninu ýtt undir líflegar og ánægjulegar umræður um sjálfbærni og umhverfisvernd á heimilinu.