Á árinu 2024 ætlum við að gera mælingar á okkar búfjáráburði svo hægt sé að gera áætlanir um að hámarka nýtingu hans. Við ætlum áfram að reyna að fjölga lömbum til nytja með bættri frjósemi og betri lifun, t.d. með sauðburðaráætlun, fleiri myndavélum og breyttri lyfjagjöf.
Öll olíunotkun verður skráð á árinu svo hægt sé að greina möguleika til sparnaðar. Þá verður rúllupláss í hlöðu stækkað um 50% svo sjaldnar þurfi að gangsetja dráttarvél yfir vetrarinnistöðutímann.
Við ætlum að hefja gróðursetningu á nýju skógræktarsvæði og setja niður a.m.k. 5000 tré á ári.