Fara í efni
Yellow Blue Green

Holt

Hildur Stefánsdóttir & Sigurður Þór Guðmundsson
Sauðfjárrækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Holt

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Holt í Þistilfirði

Við keyptum jörðina 2008 þegar við fluttum heim eftir nám. Þá var hér sauðfjárbú í fullum rekstri og fjölguðum við strax aðeins og erum með rúmlega 400 vetrarfóðraðar kindur.
Frá 2017 höfum við verið að byggja upp ferðaþjónustu á jörðinni til ná inn þeim tekjum sem þarf til að geta unnið heima en þurfa ekki að keyra sig eitthvert annað í vinnu alla daga.

Við byrjuðum haustið 2023 svo okkar vegferð er ekki löng en fyrsta skrefið hefur samt verið lærdómsríkt. Það felur í sér að líta yfir reksturinn með augum gagnrýnandans með það að sjónarmiði að kanna stöðu mismunandi þátta hans í loftslagsmálum og sjálfbærni. Áætlunargerðin knýr okkur til að ræða, vega og meta hvað sé mikilvægara en annað og að hverju skuli stefna.

Helstu loftlagsaðgerðir

Á árinu 2024 ætlum við að gera mælingar á okkar búfjáráburði svo hægt sé að gera áætlanir um að hámarka nýtingu hans. Við ætlum áfram að reyna að fjölga lömbum til nytja með bættri frjósemi og betri lifun, t.d. með sauðburðaráætlun, fleiri myndavélum og breyttri lyfjagjöf.

Öll olíunotkun verður skráð á árinu svo hægt sé að greina möguleika til sparnaðar. Þá verður rúllupláss í hlöðu stækkað um 50% svo sjaldnar þurfi að gangsetja dráttarvél yfir vetrarinnistöðutímann.

Við ætlum að hefja gróðursetningu á nýju skógræktarsvæði og setja niður a.m.k. 5000 tré á ári.