Fara í efni
Yellow Blue Green

Hólsgerði

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Hólsgerði

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit

Við keyptum Hólsgerði árið 1999 og fluttum þangað 1. ágúst sama ár. Þá hafði jörðin verið í eyði frá 1990 en land og útihús nýtt frá samliggjandi jörð, Torfufelli í Eyjafjarðarsveit. Við fluttum með okkur hross og keyptum þá um haustið 50 lömb. Við höfum prófað að halda alls konar skepnur síðan þá; naut, hænur, útisvín og kanínur en erum nú með 110 vetrarfóðraðar ær og um 20 hross. Við tókum strax talsvert mikið land undir fyrirhugaða skógrækt (195 hektara) með tilheyrandi girðingavinnu tengdri friðun þess. Höfum nú, 25 árum seinna, nánast fullgróðursett í svæðið og höfum smátt og smátt notið afurða skógarins.

Við höfum skerpt sýn og hugsun á loftslagsvænleika og hvaða fjölbreyttu þættir geta komið þar til áhrifa við almennan búrekstur og landnotkun. Þá höfum við kynnst öðrum þátttakendum, fullt af góðu fólki út um allt land, gaman að kynna sér hvað það fólk er að gera. Við byrjuðum í verkefninu strax í upphafi eða árið 2020.

Helstu loftlagsaðgerðir

  • Skógræktin hefur skilað mikilli kolefnisbindingu sem bara á eftir að aukast og skjólbeltin tryggja öruggari heyuppskeru og skjól fyrir búfé.
  • Þá höfum við lagt áherslu á að bæta afurðir eftir hvern grip með tilheyrandi lægra kolefnisspori.
  • Við horfum til eldsneytisnotkunar í heild sinni, takmörkum eins og við getum vinnuvélanotkun og nýtum rafmagnsbíl eftir föngum.