Fara í efni
Yellow Blue Green

Hólabak

Ingvar Björnsson & Elín Aradóttir
Nautgriparækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Hólabak

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Hólabak í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu

Við hjónin tókum við rekstri kúabúsins árið 2013. Á Hólabaki eru að jafnaði um 40 kýr ásamt uppeldi, samtals um 80 nautgripir. Hólabak er einnig þekkt hrossaræktarbýli en foreldrar Ingvars, Björn og Aðalheiður standa að þeirri ræktun. Þá er rekin hönnunar- og gjafavöruverslun á Hólabaki sem selur textílhönnun undir vörumerkjunum Lagður og Tundra.

Heimasíða Hólabaks

Hólabak hóf þátttöku í Loftslagsvænum landbúnaði haustið 2022. Verkefnið hefur aukið áhuga og vitund okkar um loftslagsvæna búskaparhætti. Fróðlegir fyrirlestrar hafa verið upplýsandi og hvetjandi.

Helstu loftlagsaðgerðir

Á Hólabaki hefur um langt skeið verið unnið að uppgræðslustörfum og áfram er haldið á þeirri braut í verkefninu. Einnig hefur verið stunduð skjólbeltaræktun frá árinu 1996 sem prýðir umhverfi bæjarins og skýlir búfé og gróðri.

Mikil áhersla hefur verið lögð á nákvæmar áburðaráætlanir og dreifingu tilbúins áburðar með verktökum sem búa yfir bestu fáanlegu tækni.

Fjárfest var í rafmagnsliðléttingi sem notaður er við gjafir í fjósi.