Á Hólabaki hefur um langt skeið verið unnið að uppgræðslustörfum og áfram er haldið á þeirri braut í verkefninu. Einnig hefur verið stunduð skjólbeltaræktun frá árinu 1996 sem prýðir umhverfi bæjarins og skýlir búfé og gróðri.
Mikil áhersla hefur verið lögð á nákvæmar áburðaráætlanir og dreifingu tilbúins áburðar með verktökum sem búa yfir bestu fáanlegu tækni.
Fjárfest var í rafmagnsliðléttingi sem notaður er við gjafir í fjósi.