- Við ætlum að planta skjólbeltum í kring um kartöfluakra til þess að auka uppskeru á hvern hektara.
- Draga úr olíunotkun með markvissu skipulagi.
- Við suðurströndina er mikið af landi sem er í slæmu ásigkomulagi og því stefnum við að því að græða upp meli og sanda.
- Á hverju ári er að endurskoða og bæta við okkur verkefnum sem stuðla að loftlagsvænum aðgerðum.
Gerði
Loftlagsvænn landbúnaður
þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði
Gerði
Gerði í Þykkvabæ
Helgi er uppalinn í Vesturholtum í Þykkvabæ þar sem fjölskyldan hans hefur verið í kartöflurækt. Helgi og Karen koma inn í kartöflubúskap með foreldrum Helga og eldri bróður árið 2016. Stórfjölskyldan er samheldin, hjálpast að við ræktunina, samnýtir vélar við jarðvinnu, niðursetningu og upptekt. Landið Sólbakka keyptum þau árið 2016 og nýta það landsvæði í kartöflurækt meðal annars. Ræktun nemur 45 ha í kartöfluökrum og 30 ha í kornökrum sem unnið er í sameiningu með fjölskyldunni. Það korn sem fellur til og þær kartöflur sem ekki þykja ýkja söluvænar eru svo nýttar sem fóður í nautgriparækt sem við stundum meðfram kartöfluræktinni. Þau erum alla jafna með tíu nautgripi á fóðri.
Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?
Það sem loftlagsvænn landbúnaður hefur gert fyrir okkur er fyrst og fremst að opna augun fyrir nýjum leiðum og bættum búskaparháttum til þess að taka þátt í loftlagsvænum aðgerðum. Við byrjuðum haustið 2023 og vonumst eftir því að þetta hafi jákvæð áhrif á búskapinn með betri ræktunarleiðum. Markmið okkar er að skilja við jarðveginn í betra ásigkomulagi heldur en þegar við tókum við honum.