Fara í efni
Yellow Blue Green

Fossnes

Sigrún Bjarnadóttir
Sauðfjárrækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Fossnes

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Fossnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Ég hóf búskap í kringum 1977, þá voru hér á bæ nokkrar kindur. Nú eru á vetrarfóðrum um 200 kindur. Ég er ein af stofnendum samtakanna Beint frá býli og hef verið með mitt hangikjöt fyrir jólin. Einnig er ferðaþjónusta rekin á bænum, en jörðin er vel staðsett fyrir hestaferðir og gistingu.

Ég byrjaði í Loftslagsvænum landbúnaði 2020 og hef verið með frá byrjun. Ég hef alltaf haft áhuga á móður jörð og hennar vistkerfi, að lifa í sátt við náttúruna og skila landinu í betra ásigkomulagi en ég tók við því. Verkefnið hefur eflt þekkingu á loftslags- og umhverfismálum og eflt tengslanetið okkar.

Helstu loftlagsaðgerðir

Ég fór í skógrækt árið 1993 og hef sett niður fjöldann allan af trjám sem eru farin að binda kolefni. Ég gekk í verkefnið „Bændur græða landið“ árið 1992 og hér hefur náðst að græða upp mela og rofabörð á þessum árum og binda þannig kolefnið bæði með moði, búfjáráburði og fræi og áburði. Góður árangur hefur náðst í fjárbúskapnum við að auka afurðir eftir hvern grip sem skilur eftir sig minna kolefnisspor á hvert framleitt kíló dilkakjöts.