Fara í efni
Yellow Blue Green

Fljótshólar

Sturla Þormóðsson & Mareike Schacht
Nautgriparækt Útiræktað grænmeti

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Fljótshólar

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Við hófum búskap árið 2007 þegar við tókum við af foreldrum Sturlu. Á jörðinni hefur verið stunduð gulrótarækt frá árinu 1930, en við fórum í að tæknivæða pökkunaraðstöðuna og erum búin að auka ræktunina í gegnum árin. Einnig er ætlunin að betrumbæta gamla fjósið á næstu árum.

Við byrjuðum í Loftslagsvænum landbúnaði haustið 2023, þar sem við sáum tækifæri til að efla rekstur okkar og taka þátt í að þróa landbúnaðinn í átt að umhverfisvænni framleiðslu. Verkefnið hefur kennt okkur ýmsar leiðir sem við getum farið á okkar búi til að vinna markvissara að loftslags- og umhverfismálum, sýnt aðgerðir að betri búskaparháttum og veitt okkur aðgang að ýmsum sérfræðingum og öðrum bændum sem eru að vinna að sama markmiði.

Helstu loftlagsaðgerðir

  • Við ætlum að loka görðum sem við erum að hvíla í garðrækt með blöndu af grasi og smára til að koma ábornu köfnunarefni niður í 75-85 kg á ha. Síðan ætlum við að kanna áhrif smáraræktunar til jarðvegsbóta fyrir garðræktina með tilliti til niturbindingar þegar við brjótum túnin aftur upp eftir nokkurra ára hvíld.
  • Við stefnum á að setja upp hauglón og draga þannig úr kaupum á tilbúnum áburði í tún- og garðrækt um 30% á ári frá og með vorinu 2025.
  • Við ætlum að færa aldur kvígna við fyrsta burð niður um fjóra mánuði á næstu þremur árum til að stytta tímann þangað til þær fara að skila afurðum. Þannig verðum við með færri gripi í húsi sem skila litlum eða engum afurðum.
  • Við ætlum að græða upp sandmela með skipulögðum hætti og koma þeim úr ástandsflokki 4 í flokk 2 á næstu þremur árum með því að dreifa lífrænum úrgangi markvisst.
  • Einnig ætlum við að halda áfram að friða landið þar í kring fyrir beit, svo birki, víðir, fjalldrapi ásamt lyngi og fleiri tegundum geti haldið áfram að dreifa sér.
  • Við ætlum að rækta vel skipulögð skjólbelti til að bæta vaxtarskilyrði garðræktarinnar til að auka uppskerumagn á ha. Við ætlum að byrja á 800 m skjólbelti vorið 2024.