- Endurheimt votlendis á 90 hektara svæði í Vatnsdalsgerði.
- Plöntun u.þ.b. 10.000 trjáplantna árlega.
- Uppgræðsla lands, tekin fyrir svæði á hverju ári þar sem grætt er upp með lífrænum efnum eða tilbúnum áburði og fræi.
- Niðurlagningarbúnaður sem fjárfest var í 2021 til dreifingar mykju skilar betri nýtingu á búfjáráburði.
- Tímasett og mælanleg markmið á ýmsum sviðum rekstrarins skila betri rekstri bæði hvað varðar fjárhag og loftslag.
- Notkun niturbindandi plantna við endurræktun túna.
Engihlíð
Loftlagsvænn landbúnaður
þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði
Engihlíð
Engihlíð í Vopnafirði
Engihlíð er nýbýli út úr jörðinni Svínabökkum stofnað seint á sjötta áratug síðustu aldar af foreldrum núverandi ábúenda. Búið hefur verið rekið sem félagsbú frá árinu 1984. Aðalbúgrein er mjólkurframleiðsla, um 400.000 lítrar á ári auk framleiðslu nautakjöts og dilkakjöts. Þá er lítilsháttar æðarvarp og einnig er stofnræktun á íslensku landnámshænunni, svokölluðum Andrésarstofni. Minkarækt var stór hluti rekstursins frá 1984-2017 en þá var henni hætt í kjölfar mikillar verðlækkunar á skinnum. Nytjaskógrækt hófst 2013 á 199 hekturum lands í Vatnsdalsgerði en sú jörð var keypt með allri áhöfn og framleiðslurétti árið 2005. Sömuleiðis er verið að rækta beitarskóg í Engihlíð á 18 hekturum lands.
Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?
Þátttaka í verkefninu stuðlar tvímælalaust að betri og skilvirkari búrekstri. Hún hefur aukið þekkingu okkar á losun og bindingu kolefnis (C) og leiðum til að bæta stöðuna í þeim efnum. Þá hefur fræðsla um góða búskaparhætti skilað sínu.