Fara í efni
Yellow Blue Green

Egilsstaðir

Gunnar Jónsson

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Egilsstaðir

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Egilsstaðir í Fljótsdal

 Gunnar Jónsson (Mannsi) er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum. Þar bjuggu móðir hans og systkini félagsbúi. Mannsi og hans fjölskylda tóku við búinu árið 1988. Allt fé í Fljótsdal var skorið niður vegna aðgerða gegn riðu árið 1990, þótt riða hafi aldrei greinst á Egilsstöðum. Fjárlaust var í tvö ár og var tíminn meðal annars notaður í að byggja ný fjárhús. Mannsi er ekkill en er enn með tæplega 400 fjár. Frá 2016 hefur Óbyggðasetur Íslands verið rekið á jörðinni. Sýningin er tileinkuð Bergljótu Þórarinsdóttur, konu Mannsa og fjallar að hluta um systkinin sem bjuggu félagsbúinu. Óskyldir eigendur eru þó að setrinu. Árið 2019 stofnaði Ann-Marie Schlutz, tengdadóttir Mannsa, fyrirtækið Sauðagull. Það sérhæfir sig í að vinna afurðir úr sauðamjólk sem fengin er á Egilsstöðum.

Það hefur verið fræðandi, gagnlegt, gaman og hvetjandi að hitta aðra bændur sem eru að takast á við sams konar áskoranir.

Helstu loftlagsaðgerðir

Stærsta aðgerðin er betri nýting eða framleiðni þar sem afurðir búsins hafa aukist með tilkomu mjólkurframleiðslunnar. Efnisnotkun eykst lítið en tekjur og afurðir verulega þegar Sauðagull er tekið með í útreikninginn.

Í öðru lagi er það olíusparnaður. Í gegnum verkefnið hefur verið fylgst með olíunotkuninni og hún hefur minnkað verulega.

Í þriðja lagi hefur fengist þekking og áhugi á tækifærum. Bæði er gagnlegt að hitta aðra bændur í gegnum námskeið og fundi en einnig hefur Egilsstaðabúið verið þátttakandi í fleiri nýsköpunartilraunum, svo sem með ull.