Stærsta aðgerðin er betri nýting eða framleiðni þar sem afurðir búsins hafa aukist með tilkomu mjólkurframleiðslunnar. Efnisnotkun eykst lítið en tekjur og afurðir verulega þegar Sauðagull er tekið með í útreikninginn.
Í öðru lagi er það olíusparnaður. Í gegnum verkefnið hefur verið fylgst með olíunotkuninni og hún hefur minnkað verulega.
Í þriðja lagi hefur fengist þekking og áhugi á tækifærum. Bæði er gagnlegt að hitta aðra bændur í gegnum námskeið og fundi en einnig hefur Egilsstaðabúið verið þátttakandi í fleiri nýsköpunartilraunum, svo sem með ull.