Fara í efni
Yellow Blue Green

Egilsstaðir

Herdís Magna Gunnarsdóttir & Sigurbjörn Þór Birgisson
Nautgriparækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Egilsstaðir

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Egilsstaðabúið hefur verið í rekstri sömu fjölskyldunnar í fimm ættliði. Herdís Magna og Sigbjörn Þór fluttu austur eftir nám árið 2012 og hófu að kaupa sig inn í búrekstur foreldra hennar. Baldur Gauti Gunnarsson starfar einnig við búið og vinnur mjólkurvörur frá bænum undir nafni Fjóshornsins. Á búinu erum við með um 70 mjólkurkýr í lausagöngufjósi með mjaltaþjóni og ölum alla nautkálfa sem fæðast á búinu til nautakjötsframleiðslu auk þess að kaupa kálfa frá öðrum bæjum til uppeldis. Á bænum er einnig stunduð hestamennska og lambakjötsframleiðsla, að mestu til einkanota. 

Við höfum tekið þátt í Loftslagsvænum landbúnaði frá árinu 2023. Þetta fyrsta ár okkar hefur einna helst nýst í að taka stöðuna á okkar búi, meta hver losunin er og hvar við eigum tækifæri til að draga úr losun og auka bindingu. Við höfum aukið við okkur þekkingu á þessum tíma sem skilar sér í bættum og skemmtilegri búrekstri.

Helstu loftlagsaðgerðir

Þar sem stærstur hluti búrekstrarins er nautgriparækt sjáum við helstu tækifæri okkar til að draga úr losun með því að auka afurðir á hvern grip.

  • Við höfum því bæði unnið að því auka meðalnyt mjólkurkúnna og að lækka sláturaldur nautanna þar sem vaxtarhraði þeirra fer minnkandi eftir 24 mánaða aldur.
  • Við stundum kornrækt og jukum ræktun okkar um 14 hektara á síðasta ári til að minnka þörf á innfluttu kjarnfóðri til nautaeldisins og til að auka vaxtarhraða nautanna.
  • Meðal okkar markmiða er einng að draga úr notkun á tilbúnum áburði og olíu og við stefnum að aukinni skjólbelta og/eða- skógrækt á jörðinni á næstu árum.