Þar sem stærstur hluti búrekstrarins er nautgriparækt sjáum við helstu tækifæri okkar til að draga úr losun með því að auka afurðir á hvern grip.
- Við höfum því bæði unnið að því auka meðalnyt mjólkurkúnna og að lækka sláturaldur nautanna þar sem vaxtarhraði þeirra fer minnkandi eftir 24 mánaða aldur.
- Við stundum kornrækt og jukum ræktun okkar um 14 hektara á síðasta ári til að minnka þörf á innfluttu kjarnfóðri til nautaeldisins og til að auka vaxtarhraða nautanna.
- Meðal okkar markmiða er einng að draga úr notkun á tilbúnum áburði og olíu og við stefnum að aukinni skjólbelta og/eða- skógrækt á jörðinni á næstu árum.