Fara í efni
Yellow Blue Green

Butra

Oddný Steina Valsdóttir & Ágúst Jensson
Sauðfjárrækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Butra

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Butra í Fljótshlíð

Við tókum formlega við búrekstri á Butru í upphafi árs 2005, þá taldi bústofninn 150 vetrarfóðraðar kindur. Við fórum strax út í nautaeldi samhliða, höfum nú um 60 naut í fjósi og 550 fjár á vetrarfóðrum. Árið 2021 hófum við svo ferðaþjónustu þar sem við leigjum út gistipláss. Sama ár, 2021 hófum við undirbúning að kolefnisbindingarverkefni á 20 ha landi í skógi. Þá höfum við frá upphafi búskapar, sinnt landgræðslu sem er áhugamál hjá okkur.


Á búskapartímanum höfum við meðfram bústofnsaukningu, betrumbætt allan húsakost, auk þess að byggja íbúðarhús og fjárhús. Við höfum rúmlega tvöfaldað ræktalandið og endurnýjað nánast allar girðingar.

Loftslagsvænn landbúnaður hefur stuðlað að aukinni vitund um nákvæmari búskaparhætti og umhverfisvernd. Þátttaka í verkefninu hefur ýtt við og aukið fagmennsku og nákvæmni í jarðræktinni. 

Helstu loftlagsaðgerðir

Landgræðsluverkefnin sem við höfum sinnt hafa skilað miklum árangri og eru ánægjuleg, hvort sem er hérna í heimalandinu eða í samvinnu annarra Fljótshlíðinga inni á afréttarlandi sveitarinnar. Það er mjög gefandi að sjá landið klæðast gróðri.

Þá höfum við náð ágætum afurðum eftir gripina okkar. Það skiptir talsverðu máli til að lágmarka kolefnisspor við kjötframleiðsluna.

Síðan við byrjuðum í verkefninu höfum við sett aukna áherslu á að stilla af heyforðann miðað við framleiðslu.

Að lokum erum við að taka fyrstu skrefin í kolefnisbindingarverkefni þar sem við hyggjumst framleiða vottaðar kolefniseiningar og erum spennt að sjá hvernig þar tekst til.