Landgræðsluverkefnin sem við höfum sinnt hafa skilað miklum árangri og eru ánægjuleg, hvort sem er hérna í heimalandinu eða í samvinnu annarra Fljótshlíðinga inni á afréttarlandi sveitarinnar. Það er mjög gefandi að sjá landið klæðast gróðri.
Þá höfum við náð ágætum afurðum eftir gripina okkar. Það skiptir talsverðu máli til að lágmarka kolefnisspor við kjötframleiðsluna.
Síðan við byrjuðum í verkefninu höfum við sett aukna áherslu á að stilla af heyforðann miðað við framleiðslu.
Að lokum erum við að taka fyrstu skrefin í kolefnisbindingarverkefni þar sem við hyggjumst framleiða vottaðar kolefniseiningar og erum spennt að sjá hvernig þar tekst til.