Með vandvirkni, góðum aðbúnaði, markvissri fóðrun og árangursríku kynbótastarfi höfum við aukið afurðir eftir hverja á og fjölgað lömbum til nytja eftir á, sem skilar okkar lægra kolefnisspori á hvert framleitt kíló dilkakjöts. Bættur dreifibúnaður fyrir búfjáráburð og tilbúinn áburð hefur skilað okkur betri nýtingu á áburði sem hefur skilað sér í því að við höfum getað minnkað notkun tilbúins áburðar.
Við stundum mikla landgræðslu með áburðargjöf annars vegar á rofið land uppi á heiði og hins vegar á mela niðri í dal. Við höfum girt skógræktargirðingu innan við bæinn og plöntum þar trjám. Svæðið verður að hluta nytjaskógur en mun einnig nýtast sem beitarskógur þegar trén hafa náð nægilega mikilli hæð. Í framtíðinni eiga svo að stórum hluta að standa eftir villtar íslenskar tegundir, reyniviður og birki sem geta sáð sér og viðhaldið sér sjálfar.
Við höfum plantað skjólbeltum við tún sem munu veita lambfé skjól á vorin og auka sprettu á túnunum.