Fara í efni
Yellow Blue Green

Bryðjuholt

Samúel U. Eyjólfsson & Þórunn Andrésdóttir
Nautgriparækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Bryðjuholt

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Bryðjuholt í Hrunamannahreppi

Árið 2023 voru hér 115 nautgripir, þar af 59 mjólkurkýr, einnig nokkur hross og hænur til heimilisnota. Fjósið er 850 m2 legubásafjós með mjaltaþjóni frá Delaval og fóðrað er með dráttarvélaknúnum heilfóðurvagni. 

Sama ætt hefur búið að Bryðjuholti síðan 1938 er Sigríður Guðmundsdóttir og Magnús E. Sigurðsson keyptu jörðina. Árið 1967 tóku Helga Magnúsdóttir og Eyjólfur Guðnason við búskapnum. 1987 komu Þórunn og Samúel inn í búreksturinn og ráku félagsbú með Helgu og Eyjólfi, þar til Eyjólfur lést í janúar 1990. Haldið var áfram í félagsbúi með Helgu fram til 2003 er sauðféð fer af jörðinni. Í dag standa Þórunn og Samúel að rekstrinum með dyggri aðstoð Dawids Smak, sem vinnur við búið í hlutastarfi.

Við byrjuðum í Loftslagsvænum landbúnaði 2022 þar sem við vorum dálítið forvitin að vita út á hvað þetta gengi, vorum efasemdafólk. Höfum hlustað á marga góða fyrirlestra sem hafa vakið okkur til umhugsunar um, hvað við gerum vel og hvað mætti betur fara. Það sem okkur sýnist vera bestu aðgerðir í loftslagsmálum er að fá sem mest út úr framleiðslueiningunni, hvort sem það eru kýr, tún eða byggingar. Að vera í svona hóp eykur víðsýnina og ávallt gott að miðla reynslu og þekkingu milli búa

Helstu loftlagsaðgerðir

  • Bættur dreifibúnaður fyrir búfjáráburð hefur skilað okkur betri nýtingu á búfjáráburðinum.
  • Hvergi hefur verið slakað á kröfum um afurðasemi og heldur bætt í.
  • Við höfum fært plægingar frá hausti til vors og hafið ísáningu á nýræktum og haldið áfram með smáraræktun í túnum.
  • Við erum að taka saman olíunotkun búsins og ætlum að vinna með þau gögn og reyna að minnka olíukostnað búsins.
  • Mottóið er: Alltaf er hægt að gera betur.