Fara í efni
Yellow Blue Green

Brúnastaðir

Jóhannes H. Ríkharðsson & Stefanía Hjördís Leifsdóttir
Nautgriparækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Brúnastaðir

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Brúnastaðir í Fljótum, Skagafirði

Við tókum við rekstri búsins 1998 og fluttum alfarið á jörðina árið 2000. Í dag búum við með um 800 kindur, um 100 mjólkurgeitur og 10 holdakýr. Við erum með heimavinnslu þar sem við vinnum okkar eigin geitaosta ásamt öðrum afurðum býlisins. Einnig er rekin ferðaþjónustu á bænum, hús í útleigu og húsdýragarður er opinn yfir sumartímann ásamt lítilli sveitabúð. Við hófum fljótlega að stunda skógrækt eftir að við tókum við búinu. Við höfum einnig rekið fósturheimili frá því við fluttum í Brúnastaði.

Við erum að taka okkar fyrstu skref í Loftslagsvænum landbúnaði, komum inn í verkefnið haustið 2023. Við teljum verkefnið afar góðan vettvang til að rýna það í búrekstrinum sem betur má fara með tilliti til umhverfis- og loftslagsmála. Mjög gott er að horfa á búskapinn frá öðru sjónarhorni en við erum vön og við erum afar spennt fyrir þessari vegferð.

Helstu loftlagsaðgerðir

Við höfum stundað skógrækt í langan tíma og erum afar ánægð með að hafa látið það vera með fyrstu verkefnum sem við fórum í sem landeigendur. Markmiðið er svo að auka afurðir hvers grips á býlinu með því t.d. að flýta sauðburði og skapa þannig aukið rými fyrir endurræktun og dreifingu búfjáráburðar á vorin. Einnig er markmiðið að bæta nýtingu búfjáráburðar með bættum dreifibúnaði og minnka olíunotkun með aukinni notkun raftækja við orkukræf bústörf.