Fara í efni
Yellow Blue Green

Breiðargerði

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir
Útiræktað grænmeti

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Breiðargerði

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Breiðargerði í Skagafirði

Ég keypti Breiðargerði árið 2015 og hef síðan smám saman byggt þar upp starfsemi. Ég rækta fjölbreytt úrval af útiræktuðu grænmeti, svo sem káli, rófum og gulrótum. Auk þess er ég með nokkur óupphituð hús þar sem ég rækta meðal annars hindber.Haustið 2020 fékk ég lífræna vottun á megnið af ræktunarlandinu og það sem útaf stóð kláraði aðlögunarferlið haustið 2023.

Ég byrjaði í Loftslagsvænum landbúnaði seinasta haust, fyrst og fremst vegna áhuga á að fræðast og læra meira um hvernig hægt er að lágmarka loftslagsáhrif ræktunar. Það að fá stuðning og handleiðslu er góð leið til að halda sér við efnið og hjálpa manni að setja metnaðarfull markmið.

Helstu loftlagsaðgerðir

  • Ég er með lífræna vottun, en lífrænar ræktunaraðferðir finnst mér falla sérstaklega vel að þessu verkefni, þarna eru mörg sameiginleg gildi og markmið.
  • Aðgerðir verða til dæmis í formi aukinnar skógræktar, skjólbeltaræktunar og landgræðslu.
  • Bættar aðferðir við meðhöndlun lífræns hráefnis til moltugerðar.
  • Ég mun bæta skipulag við ræktun sem krefst minni jarðvinnslu en áður
  • Mun leita leiða til að bæta nýtingu lífrænu áburðargjafanna sem ég nota með því að kortleggja og laga sýrustig jarðvegs, þar sem þess þarf.