Með bættum aðbúnaði, góðum árangri í kynbótastarfi og betri nýtingu bæði búfjár- og tilbúins áburðar, höfum við aukið afurðir búsins á hvern grip til muna og þannig lækkað kolefnisspor okkar.
Markvissari notkun tilbúins áburðar og betri nýting búfjáráburðar hefur skilað okkur aukinni uppskeru, þannig fáum við fleiri kg af gróffóðri eftir hvern notaðan lítra af olíu og lækkum þannig kolefnisspor okkar.
Aukin ræktun á fjölgrasatúnum með marktæku magni af smára hefur svo bætt gæði fóðurs og um leið lækkað kolefnissporið.
Endurskipulagning haughúsa og tilkoma nýs búnaðar hefur minnkað olíunotkun við hræringu auk þess að bæta nýtingu áburðarefna í búfjáráburðinum.
Við höfum við með notkun á moði og búfjáráburði grætt og aukið gróðurmagn í úthaga