Fara í efni
Yellow Blue Green

Bær 1

Heiðar Þór Gunnarsson & Sigrún Waage
Sauðfjárrækt Nautgriparækt

Loftlagsvænn landbúnaður

þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði

Bær 1

Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?

Bær 1

Blandað bú með sauðfé og nautgripaeldi, verktaka og afurðasala milliliðalaust frá bónda.Við kaupum búið árið 2016, en þá voru hér um 450 kindur. Bústofninn er í dag um 550 kindur og allt að 100 naut. Frá 2018 höfum við selt kjöt milliliðalaust og er það vaxandi hluti rekstrarins, einnig þjónustum við Fóðurblönduna með uppskipanir á hráefnum, auk tilfallandi verkefna í nærumhverfinu.

 

Við byrjuðum í Loftslagsvænum landbúnaði 2021, upphaflega fyrir forvitni sakir og til þekkingarauka. Verkefnið hefur aukið skilning og þekkingu á loftslagsmálum, jarðrækt, áburðarnýtingu og þannig hjálpað til í rekstri búsins, auk þess að bæta aðhald og skilvirkni í framkvæmdum.

Horft er björtum augum til framtíðar og stefnan sett á enn meiri afurðasölu og aukna og betri ræktun bæði lands og búfjár, einnig eru áform um að koma af stað einhverri trjárækt. Okkar markmið er að skila a.m.k. sambærilegum gæðum til náttúrunnar, eins og við notum frá henni.

Helstu loftlagsaðgerðir

Með bættum aðbúnaði, góðum árangri í kynbótastarfi og betri nýtingu bæði búfjár- og tilbúins áburðar, höfum við aukið afurðir búsins á hvern grip til muna og þannig lækkað kolefnisspor okkar.

Markvissari notkun tilbúins áburðar og betri nýting búfjáráburðar hefur skilað okkur aukinni uppskeru, þannig fáum við fleiri kg af gróffóðri eftir hvern notaðan lítra af olíu og lækkum þannig kolefnisspor okkar.

Aukin ræktun á fjölgrasatúnum með marktæku magni af smára hefur svo bætt gæði fóðurs og um leið lækkað kolefnissporið.

Endurskipulagning haughúsa og tilkoma nýs búnaðar hefur minnkað olíunotkun við hræringu auk þess að bæta nýtingu áburðarefna í búfjáráburðinum.

Við höfum við með notkun á moði og búfjáráburði grætt og aukið gróðurmagn í úthaga