- Við byrjuðum í skógrækt árið 2022. Plöntuðum öspum og greni í land sem hefur nýst okkur lítið sem ekkert. Það er spennandi og skemmtilegt verkefni sem á örugglega eftir að verða til góðs í framtíðinni.
- Við höfum sett okkur þau markmið að halda nyt kúnna og bæta aðbúnað.
- Áhersla á að bæta okkur í sauðfjárræktinni, auka afurðir eftir hverja á.
- Í endurræktun á túnum höfum við lagt áherslu á að nota smára og með því að minnka áburðarnotkun.
- Við höfum verið í stæðuverkun síðastliðin tvö ár með það að markmiði að efla heilbrigði kúnna og nyt og ekki síður að minnka rúlluplastnotkun.
- Við höfum grætt upp rýrt land með því að safna saman öllum skít og hálmi sem til fellur og nota hann til að græða upp.
Ártún
Halla Bjarnadóttir, Niklas Hyström, Sigríður Linda Hlyström & Rögnvaldur Stefánsson
Sauðfjárrækt
Nautgriparækt
Loftlagsvænn landbúnaður
þátttökubú í loftlagsvænum landbúnaði
Ártún
Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?
Ártún í Rangárþingi ytra
Hvað hefur loftslagsvænn landbúnaður gert fyrir okkur?
Við byrjuðum í loftlagsvænum landbúnaði 2022. Við höfum alltaf haft áhuga á loftlagsmálum og unnið að þeim eins og við höfum haft kunnáttu til. Það að taka þátt í loftlagsvænum landbúnaði hefur hjálpað okkur að halda betur utan um reksturinn og kennt okkur að fara betur með það sem við höfum